fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hvað veit Viðskiptaráð?

Egill Helgason
Föstudaginn 26. febrúar 2016 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð er fyrirbæri sem hættir seint að koma manni á óvart. Ekki síst fyrir hvað það er óforskammað.

Framgöngu Viðskiptaráðs frá því fyrir hrun þarf ekki að rifja upp. Nægir að rifja upp að það lét skrifa skýrslur um að allt væri í blóma í íslensku viðskiptalífi, þegar sannleikurinn var sá að allt var að hruni komið.

Í dag sendir Viðskiptaráð frá sér yfirlýsingu þar sem er fagnað sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar.

En hvaða vit hafa forsvarsmenn Viðskiptaráðs á þessu? Hvað vita þeir um safnamál? Hvaða þekkingu hafa þeir á fornleifarannsóknum eða minjavernd?

Viðskiptaráð hefur líka ályktað að rétt sé að sameina eftirfarandi söfn:

Lista­safn Ein­ars Jóns­son­ar, Lista­safn Íslands, Nátt­úru­m­inja­safn Íslands, Hljóðbóka­safn Íslands, Kvik­mynda­safn Íslands, Lands­bóka­safn Íslands og Þjóðskjala­safn Íslands.

Aftur spyr maður, hvaða þekking býr þarna að baki? Hvaða athugun? Hvaða menningarlegi bakgrunnur? Eða er þetta kannski ekki annað en dæmi um viðskiptafræðinga sem færa til tölur í excel-skjölum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar