Hagnaður íslensku bankanna árið 2016, samkvæmt nýbirtum tölum:
49,7 milljarðar – Arionbanki
36,5 milljarðar – Landsbankinn
20,6 milljarðar – Íslandsbanki
Samtals – 106,8 milljarðar
Þetta eru yfirgengilega háar tölur – og það á markaði þar sem samkeppni virðist í raun vera með öllu óvirk. Eða hefur einhver orðið var við að bankarnir séu að keppa sín í milli?
Stór hluti bankakerfisins er nú í ríkiseigu. Það er talað um nauðsyn þess að einkavæða það. En hverjir hafa efni á því að kaupa þessa banka – hverjir fá að kaupa þá?
Og hvernig borga þeir fyrir – það er ekki síst þar sem sporin hræða.
Ragnar Önundarson setur fram þessa athugasemd á Facebook:
Hver sem er getur keypt bankana og velt kaupverðinu yfir á þjóðina. Sala banka er bara grín við þessi skilyrði.
Önnur spurning er hvort við ættum ekki að geta komist af í þessu landi með miklu ódýrara bankakerfi, banka sem eru ekki svona dýrir í rekstri og taka ekki til sín svo mikið fé.
Hagnaður bankanna jafngildir um 330 þúsund krónum á hvert mannsbarn á Íslandi. 1,3 milljónir á vísitölufjölskylduna.