fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Mikilvægt sjónvarp

Egill Helgason
Mánudaginn 22. febrúar 2016 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stórir sjónvarpsatburðir um þessa helgi sýna hversu Ríkisútvarpið á stóran sess í lífi þjóðarinnar. Um varla annað hefur verið rætt á mannamótum og í samskiptamiðlum en frábæra útsendingu frá söngvakeppninni í Laugardalshöll og hver sé morðinginn í Ófærð.

Mjög stór hluti landsmanna sat fastur við sjónvarpstækin bæði laugardags- og sunnudagskvöld, ungir sem aldnir. Þessa sjást glöggt merki í stanslausum umræðum á samskiptamiðlum. Fólk reynir líka að finna alls konar veilur í þessu. Það er meira að segja reynt að fá Íslandinga til að þegja yfir málalyktum í Ófærð.

Þetta sýnir líka glöggt að tal um að línulaga dagskrá í sjónvarpi sé búin að vera er allsendis ótímabært. Þvert á móti skynjar maður ákveðna þörf þjóðar til að njóta sameiginlegrar menningarupplifunar. Það er allt gott að segja um valfrelsi, en menningarheimur sem brotnar upp í frumparta, þar sem hver er úti í horni að sýsla við sitt, er ekki alltaf spennandi.

Eitthvað segir manni að umræður um helgina í sjónvarpi muni halda áfram í dag – og það er bara jákvætt.

 

Ólafur-Darri-Ófærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur