Hér er forvitnilegt og býsna nákvæmt próf um bandarísku forsetakosningarnar. Maður svarar ekki bara já eða nei, heldur gefur prófið færi á ýmsum blæbrigðum. Það er gaman að eyða smátíma í þetta.
Maður fær líka býsna nákvæmar niðurstöður um hvar maður telst standa – í amerískri pólitík. Auðvitað er hún almennt langt til hægri við það sem gengur og gerist í Evrópu og á Íslandi.
Þetta eru niðurstöðurnar sem ég fékk gagnvart frambjóðendum, svo má reyndar líka lesa hvaða tilheigingar maður hefur gagnvart málefnum eins og umhverfi, hernaði, regluvæðingu, verndarstefnu, laissez- faire o.s.frv.
Semsagt býsna vel uppsett próf.