Í afturglugga á bláum bíl sem var í stæði fyrir utan útvarpshusið.
Eitt sinn starfaði ég á þessu ágæta félagshyggjublaði, hóf ferilinn þar sem er farinn að verða æði langur, átti meira að segja einu sinni afturkvæmt þangað til starfa.
Það eru ekki margir blaðamenn sem geta státað af því að hafa skrifað leiðara bæði í Tímann og Alþýðublaðið.
Ég velti því fyrir mér að ef ég hringdi í þetta númer myndi ég kannski svara sjálfur, yngri útgáfa af mér.
Það var Jónas Hallgrímsson sem orti:
Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.