Vinur minn á Facebook, Guðmundur Brynjólfsson, birti þessa forvitnilegu mynd af gömlum happdrættismiða.
Æskulýðsfylkingin starfaði í tengslum við Sósíalistaflokkinn, sem síðar varð Alþýðubandalagi, varð síðar sjálfstæður félagsskapur og framboðsafl – og komst undir áhrif trotskíista.
En það var síðar, því í þessu happdrætti, 1967, er stóri vinningurinn býsna veglegur, ferð fyrir tvo á 50 ára afmæli sovésku byltingarinnar. Væri forvitnilegt að vita hvort vinningurinn hefur gengið út – og einhver hafi farið í þetta mikla partí?
Hinir vinningarnir eru reyndar ágætir lika. Margir hafa viljað eignast Dual plötuspilara árið á þessum tíma.