fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Frjótt ímyndunarafl bankanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef kvartað undan því hér á þessum vettvangi að stjórnmálamenn sporni ekki við hinu yfirgengilega peningaplokki íslenskra banka Við eigum ekki annan kost en að fá launin okkar greidd inn í banka sem síðan eru sífellt að kroppa af okkur litlar fjárhæðir.

Safnast síðan þegar saman kemur. Fyrir bankana eru þetta auðvitað álitlegur ábati. Það er líkt og þar inni sitji her sérmenntaðra manna við að upphugsa nýjar og nýjar leiðir til að plokka. Þetta er í raun og sann þjóðfélagsmein og ber vott um mikið virðingarleysi gagnvart viðskiptavinum – þótt önnur mynd birtist í auglýsingum frá bönkunum.

Nú stígur fram þingmaðurinn Karl Garðarsson og hefur tekið saman lista yfir ýmis gjöld sem bankarnir rukka inn. Ég birti í heild sinni grein sem Karl setti hér inn á Eyjuna:

Bankar og önnur fjármálafyrirtæki rukka almenning um tugi milljarða í formi alls kyns þjónustugjalda, sem sífellt fara hækkandi. Það er ljóst að það þarf bæði frjótt ímyndunarafl og sterkan vilja til að finna upp öll þau gjöld sem fyrir hendi eru. Gjörið svo vel, hér er listi sem þarf ekki að vera tæmandi:

Tilkynningargjald
Seðilgjald
Úttektargjald
Úrvinnslugjald
Umsýslugjald
Umsjón
Innheimtukostnaður
Þóknun
Dráttarvextir
Hraðbankagjald
Debetkortagjald
Vörsluþóknun
Útskriftargjald
Þóknun vegna peningaúttektar innanlands
Svargjald bankaþjónustu
Greiðslugjald
Greiðsluseðlagjald
Kortagjald
Milliinnheimtuþóknun
Þjónustugjald
Innheimtuviðvörun
Greiðsluáskorun
Birting greiðsluáskorunar
Innheimtuþóknun
Vextir á verðbætur
Banka- og seðilgjald
Skuldfærð þóknun
Leigugjald beinis (ekki banki)
Línugjald (ekki banki)

Á einni áminningu var tilkynningarkostnaður 260 krónur, en ef ekki var látið vita, þá kostaði það ekki nema 160 krónur.

Er nema von að fólki blöskri og sé búið að fá nóg? Og er nema von að uppi sé krafa um nýtt og heiðarlegra bankakerfi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur