Chris Christie, ríkisstjóri í New Jeresy, og Marco Rubio öldungadeildarþingmaður lentu í harðri hríð í kappræðum Repúblikana.
Talað barst að um reynsluleysi Rubios. Afrekaskrá hans er heldur rýr. En hann hefur náð flugi í kosningabaráttunni með því að reyna að móðga engan, hvorki þá sem eru yst til hægri í Repúblikanaflokknum né þá sem eru nær miðjunni.
En Cristie fór ansi illa með Rubio og vakti athygli á því að hann svaraði spurningum með tillærðum og innantómum frösum – sem eru komir af minnisblöðum frá aðstoðarmönnum.
Eins og Christie sagði, svona ræður leysa engin vandamál. Rubio svaraði með því að gagnrýna aðgerðaleysi Christies þegar frægur snjóbylur skall á New Jersey og skuldir sem ríkið hefur safnað á tíma hans.
En það var baulað á Rubio – í fyrsta sinn í kappræðum.