Sá merki maður, Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar grein um áfengisfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi í blað dagsins. Þetta er knappur og magnaður texti hjá Árna – og rökin sem hann setur fram eru afar sterk. Greinin gæti verið lengri og hægt væri að taka með rökin um að nauðsyn sé að vernda börn og unglinga fyrir áfengi eins lengi mögulegt er. Ef neysla hefst á annað borð er betra að hún hefjist eins seint og hugsanlegt er – enda ljóst að hluti ungmennanna verður alkóhólistar. Hjá því verður ekki komist, það er eðli áfengisneyslu – því hefur verið haldið fram að erfðafræðilegir þættir séu að verki.
En grein Árna talar sínu máli. Hann byrjar á að lýsa því hvernig var að alast upp á alkóhólísku heimili.