fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Fyrirtækjaáróður undir yfirskini fjölmiðlunar

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. janúar 2016 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíma samskiptamiðla þurfa menn að vara sig á áróðri sem getur tekið á sig býsna lævíslegar myndir, villt á sér heimildir, ef svo má segja.

Á Facebook má finna tvo vefi sem er haldið úti af sömu aðilum. Annar nefnist Auðlindir okkar en hinn nefnist Atvinna og iðnaður.

Báðir þessir vefir gera út á sömu hugmyndirnar – mikilvægi stóriðju og orkufreks iðnaðar. Það er bara farið misjafnlega fínlega í hlutina.

Þeir tengjast svo aftur vefmiðli sem kallast Veggurinn og þar er að finna sams konar skrif sem er haldið úti af sömu aðilum. Þar er reyndar aðeins meira bland í poka – en rauði þráðurinn er stuðningurinn við stóriðjuna. Aðalóvinirnir eru Landvernd og hugmyndir um sæstreng. Núverandi sjórn Landsvirkjunar fær líka heldur óblíða meðferð.

Sami aðili heldur svo úti bloggi á Mbl.is og fær oft mjög fínan stað undir það á forsíðu hins öfluga vefmiðils. Þarna er enn einu sinni að finna sama þemað – stuðning við stóriðju.

Nú er ekkert að því að hafa skoðanir af þessu tagi og það er öllum frjálst að setja upp vefmiðla. En það er ágætt að vita hvað fyrir þeim vakir, og ef til vill hver borgar brúsann. Um vefinn Vegginn segir að honum sé haldið úti af Forystu ehf. Maður gúglar Forystu og sér að það er eins konar undirdeild í fyrirtæki sem nefnist Markaðsmenn.

Markaðsmenn er kynningarfyrirtæki, á vef fyrirtækisins má meira að segja lesa um námskeið sem nefnist „Allt sem þú vissir EKKI um markaðsstarf á Netinu en þorðir ekki að spyrja!“. Og jú, í þessum umsvifum á netinu er vissulega verið að að feta nýjar slóðir, að minnsta kosti á Íslandi.

En öll þessi starfsemi fellur semsagt undir það sem kallast PR eða almannatengsl, stundum nefnt áróður, þótt hún reyni að villa á sér heimildir sem fjölmiðlun. Menn skyldu gá að því. Eiginlega væri forvitnilegt að vita hvað hinni fjölmennu stétt almannatengla finnst um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur