fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hreinir og anti-pólitískir Píratar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar eru í 42 prósentum í nýrri skoðanakönnun. Fylgið vex semsagt enn. Menn hafa verið að spá því að þessu fari að ljúka, Píratarnir  hafa verið að hækka flugið síðan í apríl, en það er aldeilis ekki komið að því.

Hverju sætir? Þetta er í raun stærsta spurningin í íslenskum stjórnmálum þessa dagana.

Glöggur lesandi síðunnar setti fram þessa skýringu:

Konan mín á fjölmennan ættboga hér í borginni og allt unga fólkið, mínus 30 ára, segist styðja Pírata. Ég spyr af hverju. Jú, segir þetta klára og vel menntaða fólk, þeir eru með upplýsinguna á oddi, beint lýðræði og hafa ekki tekið neinn þátt í sukkinu. Annað fæ ég ekki upp. Mér finnst þetta skrýtið, því það sem brennur á ungu fólki núna er óbærilegur kostnaður við leigu/kaup á íbúð, vanburða heilbrigðiskerfi að mörgu leyti, vaxandi misskipting; þessir krakkar hafa alls ekki hnýtt í bankakerfið í mín eyru – og þeir lesa ekki blöð. Ergó: unga kynslóðin er orðin anti-pólitísk, hún sér í Pírötum einhvers konar „hreint“ afl, syndlausa menn sem mega kasta steinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt