Erlend stórfyrirtæki taka yfir æ stærri hluta af lífi okkar. Svoleiðis er það á tíma hnattvæðingar og upplýsingatækni og ekki auðvelt að streitast gegn því.
Í Viðskiptablaðinu er sagt frá stórauknum hagnaði Facebook sem er aðallega tilkominn vegna auglýsingatekna. Þær voru 5,8 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðungi. Hækkuðu um 52 prósent.
Við leitum í æ meira mæli að fjölmiðlaefni á internetinu. Blöð deyja drottni sínum, heyra kannski mestanpart sögunni til innan fárra áratuga. Einn vandinn við netmiðla er fjármögnunin – það er annað hvort að selja aðgang eða selja auglýsingar. Hvort tveggja getur reynst erfitt?
En Facebook hefur aldeilis fundið leiðina. Og það eru líka auglýsingar á Google og YouTube.
Ætli einhver hafi tekið saman hversu mikið auglýsingafé rennur frá Íslandi til slíkra fyrirtækja?