fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Tilræði við hið opna samfélag

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. janúar 2015 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum lesið teiknimyndaritið Charlie Hebdo. Það hefur þann ágæta eiginleika að það gerir grín að öllu – ekkert er því sérstaklega heilagt.

Nú er starfsmönnum blaðsins refsað grimmilega fyrir það. Tólf liggja í valnum, tugir eru særðir eftir fólskulega morðárás með vélbyssum. Glæpurinn er einfaldlega sá að hafa gert grín og birt eitthvað sem gætu verið myndir af spámanninum Múhammeð.

Þetta eru einhver verstu tíðindi sem maður hefur heyrt lengi – manni er illa brugðið.

Árásinni er stefnt gegn sjálfu tjáningarfrelsinu. Og hún minnir okkur á hversu verðmætt það er. Það var til dæmis óskiljanlegt þegar vel meinandi fólk á Vesturlöndum var fullt skilnings gagnvart þeim sem höfðu í hótunum við skopmyndateiknara Jyllandsposten á sínum tíma. Eðlilegu viðbrögðin þá hefðu í raun verið að þekja öll blöð með myndum af Múhammeð – semsé stórfelld afhelgun.

Hætt er líka við að árásin muni virka eins og olía á elda haturs og óþols sem eru farnir að krauma í Evrópu. Þetta er tilræði við hið opna samfélag. Við færumst eitt fet nær fasisma. Það reynir verulega á lýðræðið í Frakklandi, á tíma þegar forseti lýðveldisins er veikur og óvinsæll og nýfasísk öfl eru í miklum uppgangi. Og það er hætt við að þeir sem þurfa að gjalda þetta einna dýrustu verði séu einmitt múslimar.

10891757_10153014675409645_6455068600461960945_n

Fyrstu viðbrögðin við árásinni í París ættu að vera þau að birta myndir úr Charlie Hebdo út um allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum