fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Eggert

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. janúar 2015 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér hefur alltaf þótt Eggert Þór Bernharðsson afskaplega merkilegur maður.

Við erum á svipuðu reki, hann var ári eldri en ég, ég man eftir honum frá því ég var strákur þótt við byggjum ekki í sama hverfi. Hann var úr Austurbænum, ég úr Vesturbænum, en borgin var minni þá.

Hann fór í sagnfræði í Háskólanum og allt einu hljóp mikill kraftur í starf stúdentanna þar. Þeir gáfu út flott tímarit sem nefndist Sagnir, ég las það upp til agna.

Svo fór Eggert að helga sig Reykjavíkursögu. Hann skrifaði tvö frábær bindi í hinum mikla bókaflokki, Saga Reykjavíkur, um borgina frá 1940-1990. Þar lagði hann að vissu leyti grundvöll að rannsóknum á síðari tíma sögu borgarinnar – sem hann svo nýtti sér í seinni verkum sínum.

Þar er fyrst að telja Undir bárujárnsboga, bók sem lauk upp augum manns um braggatímann í sögu borgarinnar, frábærlega myndskreytt eins og önnur verk Eggerts. Hann lagði mikið upp úr því að safna góðum myndum, skoðaði þær í hundraða þúsunda tali.

Í sama anda er bókin eftir hann sem kom út fyrir jól, Sveitin í sálinni. Bók sem er hægt að fletta aftur og aftur og skoða. Geymir nýrri sögu sem flestir eru þó búnir að gleyma.

Eggert sagði mér fyrir jól að hann væri byrjaður að vinna að þriðja bindinu. Það átti að vera með sama sniði og fjalla um heim barna eftirstríðsáranna, svokallaðrar baby boom-kynslóðar. Ég er þegar farinn að sakna þess að sú bók komi ekki út.

Eggert vann svo einstakt starf við Háskólann þar sem hann var maðurinn á bak við kennslu í menningarmiðlun sem hefur haft mikil áhrif. Þar var snertiflötur milli okkar, ég hef gert sjónvarpsþætti sem tengjast sögu og menningu. Það er líka svo skrítið að um daginn var ég að leita að þætti sem ég gerði fyrir sjónvarp árið 1989 og fjallaði um sjoppumenningu.

Þátturinn fannst hvergi, en kom svo í leitirnar í spólu hjá Eggerti, hann hafði tekið hann upp og geymt.

Eggert var líka maðurinn hennar Þórunnar vinkonu minnar. Hann hefur verið hennar stoð og stytta, veit ég. Einstakt andrúmsloft hefur ríkt á fræði- og rithöfundaheimili þeirra. Þórunni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.

url-3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum