fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Sköpunarsinni settur yfir Nasa – bandarísk hnignun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. janúar 2015 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er nýkominn frá Bandaríkjunum – sem oftar. Það eru margir hlutir sem ég dáist að í því landi, krafturinn, hvað fólkið er ótrúlega fjölbreytilegt, hugmyndaauðgin, menningin.

Svo eru aðrir hlutir sem maður myndi aldrei geta sætt sig við. Heimilislausa fólkið á götunum. Misskipting auðsins. Réttindaleysi vinnandi fólks. Við borgum vissulega hærri skatta í Evrópu, en á móti þurfa Bandaríkjamenn að borga hátt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og til að mennta börnin sín. Ég myndi ekki treysta mér til að búa í Bandaríkjunum nema ég væri sterkefnaður.

Eitt af því sem vekur mesta undrun í Bandaríkjunum er upphafning fáfræði og hleypidóma. Þetta var ekki svona. Bandaríkin á árunum eftir stríð voru byggð á mikilli vísindahyggju og framfaratrú – hún birtist ekki síst í hinum miklu geimferðaáætlunum sem fönguðu hug þjóðarinnar. Börn dreymdi um að verða geimfarar – þau léku sér að geimfaraleikföngum, smásjám og efnafræðidóti.

Tónlistarmaðurinn Donald Fagen túlkar þennan tíma í frábæru lagi sem nefnist IGY, International Geophysical Year. Það var árið 1957.

En svo verður bakslag. Á seinni árum er trú og pólitík komin í graut með hætti sem mann hefði ekki órað fyrir að gæti gerst í nútímanum. Það er varla hægt að ræða alvöru stjórnmál fyrir uppgangi alls kyns rökleysu – and-skynsemishyggju, and-upplýsingahyggju. Drjúgur hluti bandarísku þjóðarinnar hefur látið teyma sig á asnaeyrunum út í að loka augum og eyrum fyrir einföldum staðreyndum, elta hindurvitni og fordóma.

Stjórnmálamenn og prédíkarar slá tóninn – og nú er svo komið að nýr formaður þingnefndar sem hefur umsjón með NASA, hinni frægu geimferðastofnun, er maður sem hafnar því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og vill að sköpunarsaga Biblíunnar sé kennd í skólum líkt og sannleikur.

Þarna er semsagt andstæðingur vísindalegrar hugsunar og vísindalegrar aðferðar farinn að stjórna einni rómuðustu vísindastofnun í heimi. Því miður er þetta órækt merki um bandaríska hnignun.

imgres

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“