fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Kvikmyndin Selma – fáránlegur óhróður um LBJ

Egill Helgason
Mánudaginn 12. janúar 2015 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af kvikmyndunum sem keppti um Golden Globe verðlaunin í gær var Selma. Hún vann þó engin verðlaun. Sem betur fer liggur manni við að segja.

Myndin fjallar um mannréttindabaráttuna í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, Martin Luther King og fræga göngu frá Selma til Montgommery í Alabama þar sem krafist var jafns kosningaréttar.

King er aðalpersónan í myndinni en önnur stór persóna er Lyndon B. Johnson, sem þá var forseti Bandaríkjanna.

Þar byrja vandamálin.

Hollywood á mjög erfitt með að fjalla um sögulega atburði án þess að endurskrifa þá á furðulegan hátt. Höfundar myndarinnar virðast ekki hafa treyst því að sagan sjálf sé nógu spennandi og því er hlut Johnsons í atburðunum breytt gjörsamlega. Svo mjög að hlýtur að teljast hrein sögufölsun.

Fáir forsetar Bandaríkjanna lögðu jafnmikið að veði fyrir mannréttindi og einmitt Johnson.

En í myndinni er honum lýst sem óvini Martins Luther King, því er haldið fram að hann hafi látið J. Edgar Hoover, forstjóra FBI safna óhróðri um King og dreifa honum – sem munu vera hrein ósannindi. Og það er látið í veðri vaka að Johnson hafi verið á móti jöfnum atkvæðisrétti, þegar staðreyndin er sú að hann þá King greindi einungis á um leiðir og tímasetningar.

Það er öruggt að Johnson, sem var gagnmerkur forseti, á betra skilið en þetta.

lbjmlk

Lyndon B. Johnson og Martin Luther King ræða saman í Hvíta húsinu 1965.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“