fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Til hvers að draga ESB umsóknina til baka?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. janúar 2015 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vitað að ríkisstjórnin vill ekki ganga í ESB. Það er staðan núna. Innan Sjálfstæðisflokksins er samt nokkuð stór hópur fólks sem telst vera ESB-sinnar og það er ekki langt síðan að aðild að ESB átti mikinn hljómgrunn innan Framsóknarflokksins.

Hlutirnir breytast í pólitík – Evrópusambandið er kannski ekkert sérlega aðlaðandi núna, EES-samningurinn er talinn duga þótt alltaf sé í gangi furðu mikil þöggun um hvað hann þýðir í raun og veru. Um fullveldisafsalið sem í honum felst, löggjöfina sem við eigum ekki annan kost en að samþykkja, um það hvernig við höngum í raun aftan í Norðmönnum í EES.

Ísland er ennþá umsóknarríki ESB. En viðræður hafa ekki verið í gangi síðan Steingrímur J. Sigfússon lét stöðva þær um áramótin 2012/2013. Núverandi ríkisstjórn vill ekki taka þær upp aftur,  heldur hefur hún verið gerð afturreka með eina tilraun til að draga umsóknina endanlega til baka.

Það reyndist henni fjarska erfitt, en nú á að reyna aftur. Í raun er erfitt að sjá hver eru rökin fyrir því. Það skaðar ríkisstjórnina nákvæmlega ekki neitt að láta umsóknina vera á ís. En umsóknarslit vekja úlfúð og ólgu. Það má búast við mótmælum, innanflokksátökum í Sjálfstæðisflokknum, tómu veseni. Til hvers? Jú, það kunna að vera tvær skýringar, annars vegar að ríkisstjórnin barasta brenni í andanum að losna undan umsókninni, að hún sé eins og eitur í beinum hennar, eða að innan stjórnarflokkanna séu aðilar sem þrýsta á um slit.

Sá hópur er ekki fjölmennur. Það er næsta öruggt að umsóknarslitin munu ekki auka fylgi ríkisstjórnarinnar. Þau gætu þvert á móti verið til trafala á tíma þegar bíða tvö stór og afar erfið verkefni: Afnám gjaldeyrishafta og kjaradeilur sem stefnir í að verði mjög hatrammar.

Andri Geir Arinbjarnarson skrifaði um þetta í grein sem birtist hér á Eyjunni í gær:

Það geta falist mikil verðmæti í ESB umsókn sem liggur á ís. Til að átta sig á þessum verðmætum þurfa menn að leita í smiðju afleiðufræða, nánar tiltekið verðlagningar valréttar (e. option pricing).

Samþykkt umsóknarferli felur í sér valrétt sem Íslendingar geta tekið upp hvenær sem er. Afturkölluð umsókn eyðir þessum valrétti án þess að efnahagslegur ávinningur komi á móti þeim verðmætum sem tapast þegar valrétturinn hverfur.

Í raun má færa fyrir því sterk rök að ESB valrétturinn sé verðmeiri nú en áður enda er verðmætið í hlutfalli við hversu erfitt og tímafrekt það er að koma umsókn í gegnum öll þjóðþing ESB landanna. „Tíminn er peningar“, eins og sagt er. EES kemur ekki í staðinn fyrir ESB valrétt, þvert á móti, því meiri óvissa sem ríkir um framtíð EES, því verðmætari er ESB valrétturinn. Þá styrkir það stöðu Íslands innan EES að vera umsóknarríki. Án umsóknar er Ísland lítið annað en aftaníkerra hjá Norðmönnum. Eru menn búnir að gleyma hvernig Norðmenn snéru á Íslendinga í makríldeilunni?

Þeir sem vilja afsala sér þessum valrétti fyrir hönd þjóðarinnar þurfa, í það minnsta, að koma fram með efnahagsleg rök. Þar sem það kostar ekkert að hafa umsóknina á ís, þarf valrétturinn að hafa neikvætt verðgild til að réttlæta afturköllun, en hvar eru rökin fyrir því? Menn “eyða” nú varla verðmætum nema að fullar bætur komi fyrir?

Sú staðreynd að Svisslendingar liggja enn með sína umsókn á ís gefur sterka vísbendingu um að allt tal um “neikvætt verðgildi” sé byggt á fölskum forsendum, enda gerir afleiðufræðin ekki ráð fyrir neikvæðu verði á valrétti í alvöru markaðshagkerfi. Hins vegar gæti ESB valrétturinn haft neikvætt pólitískt verðgildi, það er annað mál. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að vilji menn afturkalla ESB umsóknina er ekki skynsamlegt að gera það fyrr en samningar hafa tekist um langtíma útfærslu og kostnað við EES.

Það yrði í klassískum íslenskum anda að afsala sér langtíma verðmætum og veikja eigin samningsstöðu gagnvart ESB og Noregi til þess að ná í innlendan pólitískan stundargróða!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“