fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Eyjan

Hroðaleg grimmdarverk ISIS

Egill Helgason
Mánudaginn 19. janúar 2015 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamyndir fara nú um heiminn sem sýna ISIS-liða í Mosul í Írak myrða tvo samkynhneigða menn – eða svo er sagt – með því að henda þeim fram af hárri byggingu.

Þetta eru sérlega óhugnalegar myndir, það má sjá mennina þegar þeim er varpað fram af húsinu, þegar þeir hrapa til jarðar og þar sem þeir liggja í jörðinni. Stór hópur af körlum stendur fyrir neðan og hrópar og gólar.

isis-executions-2

Ofbeldið magnast stöðugt innan þessarar hreyfingar, því sagt er að á sama tíma hafi kona verið tekin af lífi með því að grýta hana – hún átti að hafa stundað hórdóm. Þetta mun vera í Niniveh.

isis-executions-4

Að auki er sagt að sautján ungir karlmenn hafi verið krossfestir fyrir stuttu, í hefndarskyni fyrir fall bardagamanna úr röum ISIS.

isis-executions-5

 

Eiginlega er þetta svo mikill hryllingur að mann skortir orð. Það er skelfileg tilhugsun að ungt fólk frá Evrópu fari til Sýrlands og Íraks til að berjast fyrir þennan ömurlega málstað. En svo er það nú samt eins og sjá má á þessu korti. Hvernig á að taka á móti þessu fólki þegar það kemur heim eftir að hafa lifað í firtum og sturluðum heimi manndrápa og grimmdar? Er von til að einhverjir sjái að sér?

 

foreign-fighter-image

 

En svo ætla Saudi-Arabar, þaðan sem kemur mikið af hugmyndafræði ISIS og stuðningur við jihadista, að reyna að loka sig frá norðrinu með því að byggja risastóran vegg til að reyna að halda hryllingnum úti.

 

430-1421230259686332861

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Play flýgur til Álaborgar

Play flýgur til Álaborgar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkona segir ofdrykkju á Alþingi hafa keyrt um þverbak

Þingkona segir ofdrykkju á Alþingi hafa keyrt um þverbak
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skólamál: Niðurstöður PISA sýna aukinn félagslegan ójöfnuð á Íslandi og færri afburðanemendur en í öðrum löndum

Skólamál: Niðurstöður PISA sýna aukinn félagslegan ójöfnuð á Íslandi og færri afburðanemendur en í öðrum löndum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni