fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Ofurspenntur manngrúi á handboltaleik í Qatar

Egill Helgason
Laugardaginn 17. janúar 2015 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðulegur er hann, og dálítið hrollvekjandi, þessi áhugi milljarðamæringanna sem stjórna Qutar á að halda stór íþróttamót.

Heimsmeistaramótið í fótbolta sem halda á þar 2022 er alþjóðlegt hneyksli. Mikill fjöldi aðfluttra verkamanna sem vinnur við að byggja leikvanga býr við hörmulegan aðbúnað. Margir hafa dáið, vegna slysa og vegna hita og örmögnunar.

Hið gerspillta og mútuþæga alþjóðaknattspyrnusamband hefur ákveðið að keppnin fari fram þarna (keppnin 2018 verður í Rússlandi!). En verði keppnin haldin um sumar er hitinn oft meiri 40 gráður. Hugsanlegt er að keppnin verði um vetur þegar hitinn er minni, en fyrir því er engin hefð – þá yrði að stöðva deildarkeppnir sem eru haldnar á þeim tíma.

Það er eiginlega ómögulegt.

Nú er heimsmeistaramót í handbolta haldið í Qatar, þrátt fyrir að þar í landi sé enginn áhugi á þeirri íþrótt. Stjórnendur ríkissins hafa reyndar klastrað saman landsliði með fáránlegum tilkostnaði og byggt íþróttahallir.

Þær standa hins vegar galtómar eins og sjá má á þessari mynd, með henni fylgir háðskur texti þar sem stendur „Ofurspenntur manngrúi á leik Spánar og Hvíta-Rússlands“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“