fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Skrítin skrif um kirkjuferðir

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. desember 2014 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dálítið er hún skrítin grein eftir Jón Sigurðsson þar sem hann fer mikinn um að við lifum í samfélagi þar sem „kristnin er grundvöllurinn“. Greinin fjallar reyndar að litlu leyti um kristna trú sem slíka – hætt er við að Kierkegaard hefði fussað og sveiað yfir slíkri yfirborðsmennsku –  heldur meira um hana sem algjöra forsendu þess að vera með í „þjóðmenningunni“.

Hin kristna hefð er náttúrlega einn þátturinn í menningu okkar, en það er svo margt annað sem kemur til: Hugmyndir endurreisnarinnar, upplýsingin sem hafði feikileg áhrif, vísindi, bandaríska stjórnarskráin, hugsjónir frönsku byltingarinnar, hugmyndir um einstaklingsfrelsi og markaðsfrelsi og sósíalískar hugmyndir um samneyslu og velferð – að ógleymdum þeim hugmyndum sem mótuðust í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar þegar kynþáttahyggja beið skipbrot.

Frá þeim tíma eru ýmsir mannréttindasáttmálar.

Og svo eru hugmyndir um jafnræði kynjanna og kynfrelsi – jú, og réttindi fatlaðra. Allt er það tiltölulega nýtilkomið.

Þetta mætist allt í hinu plúralíska samfélagi sem við lifum í – og þar sem trúarbrögð hafa ekki einkarétt á siðferði.

Jón vill líka halda því fram að kirkjuferðir séu mikilvægar fyrir alla – líka þá sem ekki tilheyra kirkjunni. Nú mun það vera um fimmtungur barna sem ekki er í þjóðkirkjunni. Semsagt fjórir í hverjum tuttugu manna bekk. Það er nær öruggt að þessi hópur mun fara stækkandi.

Samkvæmt Jóni þurfa foreldrar þessara barna að útskýra sérstaklega fyrir þeim hvers vegna þau eru ekki í hinum hópnum – þjóðkirkjuliðinu. Það er býsna frekt, satt að segja.

Skrif Jóns eða umræða síðustu dag breyta því hins vegar ekki að flest börn kynnast kirkjustarfi. Það gera þau í gegnum fermingar – þau fermast mjög ung að árum, þrettán ára. Dómgreindin er kannski ekki orðin sérlega sterk á þeim aldri – og félagslegur þrýstingur um að fermast er mikill. En þarna hefur kirkjan mjög greiðan aðgang að huga barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu