fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Stjórfelld lækkun á framlögum til RÚV

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. desember 2014 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður er dálítið hugsi yfir því sem er að ganga yfir Ríkisútvarpið. Ár eftir ár hefur verið mikil óvissa um rekstur þess, það hefur verið niðurskurður og uppsagnir. Álagið á starfsfólk vegna þessa hefur verið mikið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna, aðrir hafa bætt við sig störfum til að fylla upp í skörð.

Nú hefur barátta nýs útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins staðið um að fá óskert útvarpsgjaldið. Ríkið hefur frá upphafi klipið af gjaldinu og sett í ótengd verkefni – það byrjaði í fjármálaráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar.

Nú virtist einhver árangur ætla að nást í þessu máli. Það var tilkynnt að RÚV fengi allt útvarpsgjaldið á næsta ári „vegna bættrar stöðu í ríkisfjármálum“.

En böggull fylgir skammrifi. Rétt á eftir berast þær fréttir að til standi að lækka útvarpsgjaldið, á tveggja ára tímabili úr 19.400 krónum sem það er nú niður í 16.400 krónur.  Semsagt um heilar 3000 krónur.

Þegar útvarpsgjald var fyrst lagt á samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið var það 17.200 krónur. Þetta var í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde, í kjölfarið á ohf-un RÚV. Útvarpsgjaldið eftir þessar breytingar verður semsagt lægra í krónum talið en var þegar það var fyrst ákveðið fyrir sjö árum.

Þarna erum við að tala um krónutölu. Lækkunin er auðvitað miklu meiri ef horft er til verðlagsþróunar. Glöggir menn mættu reikna hana út.

Er nema von að manni finnist eins og sé verið að koma aftan að Ríkisútvarpinu?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu