fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Orð að sönnu, Gyrðir, Ástarmeistarinn, 1864, Simmasjoppa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. desember 2014 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um stórvirki Jóns Friðjónssonar prófessors sem nefnist Orð að sönnu. Þetta er stórt yfirlitsrit um íslenska málshætti og orðskviði.

Gyrðir Elíasson er í viðtali í þættinum, en hann sendir frá sér tvær bækur með frumsömdu efni nú fyrir jólin, smásagnasafnið Koparakur og Lugnafiska sem er safn af smáprósum.

Oddný Eir Ævarsdóttir segir frá skáldsögu sinni sem nefnist Ástarmeistarinn.

Við fjöllum líka um sjónvarpsþættina dönsku 1864 sem hafa verið sýndir á Rúv undanfarið. Svo vill til að milli stórrar persónu í þeim þáttum og Jónasar Hallgrímssonar eru merkileg tengsl. Una Margrét Jónsdóttir fræðir okkur um þau.

Í dagskrárliðnum Bækur og staðir er fjallað um hina merku Simmasjoppu sem stóð við Suðurgötu. Hún kemur fyrir í verkum ýmissa höfunda.

Gagnrýnendur þáttarins taka til umfjöllunar Drápu eftir Gerði Kristnýju, Þrír sneru aftur eftir Guðberg Bergsson, Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur og Ókyrrð eftir Jón Óttar Ólafsson.

440px-Gyrdir_Eliasson,_vinnare_av_Nordiska_radets_litteraturpris_2011_(1)

Gyrðir Elíasson er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Koparakur, en hann er líka tilnefndur til þýðingaverðlauna fyrir þýðingar á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu