fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Kanasjónvarpið tekur yfir – stór menningarpólitísk spurning

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. desember 2014 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarninn birtir athyglisverða grein um minnkandi áhorf á sjónvarp. Reyndar er þetta alþjóðlegt fyrirbæri. Fólk er ekki hætt að horfa, heldur hefur áhorfið færist yfir á netið, annars vegar á efnisveitur sem þar starfa, hins vegar á efni sem er hlaðið niður – stundum með ólöglegum hætti.

En áhorfið á íslenskt sjónvarp hefur minnkað mikið og það á ekki síst við um ungt fólk.

Þar komum við að stórri menningarpólitískri spurningu. Við stöndum jafnvel frammi fyrir því upp alast heilar kynslóðir sem sjá sama og ekkert myndefni á íslensku.

Meira og minna allt myndefni sem það horfir á er á ensku. Það horfir ekki minna en áður var, því ekki eykst bóklestur – bara öðruvísi. Og myndirnar eru ekki með íslenskum texta.

Einu sinni höfðu menn hér áhyggjur af Kanasjónvarpi, skrifuðu undir áskoranir sem urðu frægar. Meðal annars til að sporna við því var stofnað íslenskt sjónvarp. Nú erum við alls staðar umlukin Kanasjónvarpi.

Ef mönnum er alvara með tali um að varðveita íslenska tungu og menningu verða þeir að bregðast við þessu. Það verður ekki gert með einhverri nauðung, heldur einungis með því að framleiða gott íslenskt efni og miðla því á nútímalegan hátt. Það er alveg ljóst að enski málheimurinn vinnur hratt á meðal barna- og unglinga – varla er það furða ef þau heyra kannski aldrei talaða íslensku í fjölmiðlum.

Sjálfum hefur mér þótt merkilegt að koma í frímínútur í skóla og heyra börnin ræða saman á ensku. Maður upplifir það dálítið eins og hún sé þeirra staður – andspænis heimi þeirra sem kenna og stjórna.

Í þessu sambandi má minna á sáttmála núverandi ríkisstjórnar:

Íslensk þjóðmenn­ing verði í há­veg­um höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á mál­vernd, vernd sögu­legra minja og skrán­ingu Íslands­sög­unn­ar, auk rann­sókna og fræðslu… Rík­is­stjórn­in mun vinna að því að auka virðingu fyr­ir merkri sögu lands­ins, menn­ingu þess og tungu­mál­inu, inn­an­lands sem utan.

GFRNEB64Horft á Kanann í íslenskri stofu, fyrir tíma íslensks sjónvarps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu