fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Pyntingar CIA, litlar vinsældir Obamas og hrynjandi innviðir Bandaríkjanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. desember 2014 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skýrsla um pyntingar CIA vekur hrylling og viðbjóð. Og það sem meira er, pyntingarnar virðast meira og minna hafa verið árangurslausar. Á sinn hátt verður þó að teljast gott að þetta sé komið fram í dagsljósið.

Í skýrslunni kemur fram að Ísland hafi verið eitt þeirra ríkja sem auðveldaði CIA að stunda pyntingar.

Obama forseti segir að þetta athæfi brjóti í bága við þær hugsjónir sem Bandaríkin hafi í hávegum. Jú, einhvers staðar má grafa upp gamalt og merkilegt plagg sem nefnist stjórnarskrá og er einn hornsteinn lýðræðis í heiminum.

Obama má eiga að hann hefur bannað þessar pyntingar. Hann er líka miklu betri forseti en látið er, hagvísar í Bandaríkjunum stefna upp, atvinnuleysi minnkar, það hafa verið gerðar úrbætur á heilbrigðiskerfinu. Obama hefur aðeins náð að rétta við orðspor Bandaríkjanna eftir hörmungar Bush-tímans.

En allt kemur fyrir ekki. Demókratar skíttöpuðu þingkosningum í nóvember. Það er allt eins líklegt að repúblikani setjist í Hvíta húsið eftir forsetakosningarnar 2016.

Þetta er það síðasta sem Bandaríkin þurfa á að halda. Þá fáum við meiri skattalækkanir á ríkt fók, hrokafyllri utanríkisstefnu – og hver veit nema pyntingar verði aftur viðteknar.

Það sem Bandaríkin þurfa líka sárlega á að halda er meiri eyðsla í opinberar framkvæmdir. Innviðir bandarísks samfélags eru að gefa sig, vegir, brýr, járnbrautarteinar, raflínur, opinberar byggingar. Vandinn er að það vantar samfélagsvitund, þá hugmynd að jákvætt sé að fjárfesta í innviðum – og þá ekki bara í götunni heima.

Þetta er líka efnahagslega hagkvæmt – aukin eyðsla í innviði er skynsamleg og skilar sér. Hér er til dæmis grein eftir hagfræðiprófessorinn Kenneth Rogoff þar sem hann segir að á tíma lágrar verðbólgu og atvinnuleysis borgi sig að byggja brýr og vegi, laga raflínur og bæta almenningssamgöngur. Þannig verði stuðlað að auknum og jákvæðum hagvexti.

ramezani20110105180816980

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu