fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Einkennileg og úrelt samræmd próf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. desember 2014 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kemur í ljós að hafa verið gerð alls konar mistök í samræmdum prófum. Spurningar voru vitlausar, eitt samræmda prófið var svo þungt að nemendur höfðu á tilfinninguna að væri verið að brjóta sig niður.

Samræmd próf eru tekin í fjórða bekk, sjöunda bekk og tíunda bekk.

Sonur minn sem er í sjöunda bekk hefur tvívegis tekið þessi próf. Síðast var það í september, í upphafi skólaárs. Þegar strákurinn var í fjórða bekk voru sumir nemendur í skólanum teknir til hliðar og látir baka kökur.

Við höfum upplifað algjört tilgangsleysi samræmdu prófanna. Börnin hafa ekkert nema ama að þeim. Einkunnirnar komu núna í nóvember og við nenntum varla að kíkja á þær.

Því það er alveg ljóst að þessi próf eru ekki fyrir börnin, ef svo væri hefðu menn ekki þennan hátt á, heldur fyrir byrókrata til að geta reiknað í kúrfur.

Þetta er kerfi sem hlýtur að mega endurskoða. Og nú tek ég fram að drengurinn er í skóla þar sem er heilmikið af prófum. Þau eru hins vegar í takt við skólaárið og námsframvinduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“