fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Tveir dómar um Styrmi

Egill Helgason
Laugardaginn 6. desember 2014 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir vinstri menn skrifa ritdóma um bók Styrmis Gunnarssonar. Þeir eru um margt athyglisverðir – og vissulega er rétt að eftirlitsstarfsemi og Eyjólfs Konráðs Jónssonar tengdist valdakerfi Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma.

En það voru auðvitað fleiri sem töldu að lýðræðinu stafaði hætta af kommúnistum – jafnaðarmenn alls staðar á Norðurlöndunum voru þeirrar skoðunar og hegðuðu sér í samræmi við það, voru meðal stofnenda Nató og störfuðu náið með Bandaríkjunum og ríkjum Vestur-Evrópu.

Þá leið völdu Íslendingar líka.

Það er líkt og þessir ungu menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að í raun hafi kommúnistar barasta ekki verið neitt hættulegir – það er nánast eins og útgangspunkturinn. Jú, maður les í grein Hauks Más Helgasonar að Sósíalistafélagið hafi mótmælt þegar Rússland réðst inn í Tékkóslóvakíu 1968!

Þá var Kalda stríðið búið að standa í næstum aldarfjórðung.

Í grein Hauks er talað um ofsóknir „á hendur félagshyggjufólki“ – og að þar hafi ráðið stéttarhagsmunir. En félagshyggjufólk var í Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og í Alþýðubandalaginu eftir að það var stofnað. Kjör alþýðu stórbötnuðu á þessum tíma, sagt er að á Vesturlöndum hafi aldrei verið meiri jöfnuður en einmitt á tíma Kalda stríðins. Hugmyndir um félagslegt réttlæti áttu mjög upp á pallborðið eftir heimsstyrjöldina. Það er eftir að Kalda stríðinu lauk að var tekin skörp beygja í átt til hatrammrar einstaklingshyggju.

Vestrænum lýðræðisþjóðum þessa tíma stafaði ekki ógn af félagshyggju – hún var þvert á móti mjög útbreidd – heldur kommúnisma sem sótti fyrirmyndir sínar, fé, stuðning og hugmyndafræði til Sovétríkjanna og annarra alræðisríkja.

Haukur segir að kannski höfum við á þessum tíma í „ógeðslegu landi“ sem –

…tók afdráttarlausa afstöðu með samfélagsgerð eiginhagsmunanna gegn kommúnistum.

Getur verið að þarna sé á ferðinni skortur á söguþekkingu? Eða er þetta viðhorf að verða almennt meðal þeirra sem eru yst á vinstri vængnum, nú þegar 25 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins? Er gleymskan svona mikil?

Hinn höfundurinn, Atli Þór Fanndal, setur fram þá kenningu að Styrmir og Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafi rústað lífi fjölda fólks.

Það held ég sé frekar hæpið. Það má vera að innan flokksins hafi verið einhverjar tilhneigingar til að stunda McCarthyisma. En býsna margir þurftu líka að gjalda þess að vera í ónáð hjá kommúnistum og vera úthrópaðir í Þjóðviljanum eða í Austragreinum.

Kommúnistar á Íslandi höfðu býsna gott kerfi þar sem þeir hugsuðu um sitt fólk. Í menningarlífinu voru þeir mjög valdamiklir. Og þeir nutu þess að helstu menningarpáfar Íslands voru hliðhollir þeim.

Það var meira að segja svo að Matthías Johannessen, Moggaritstjóri og mesta vonarstjarna hægri manna í menningunni, fór og gerði viðtalsbækur við Þórberg Þórðarsson og Halldór Laxness í Kalda stríðinu.

Ástandið var fremur þannig að þeir urðu útundan sem áttu engan flokk. Þannig hefur það löngum verið á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu