fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Nauðsyn að hægriflokkar og kratar nái saman gegn öfgum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. desember 2014 23:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög skuggaleg tíðindi að ríkisstjórnin í Svíþjóð hafi fallið fyrir tilstuðlan hægriöfgaflokksins Svíþjóðardemókrata.

Nú hefur verið boðað til kosninga 22. mars – þangað til verður í Svíþjóð veik bráðabirgðastjórn.

Hægri og miðflokkar ætla saman í kosningabandalag, eins og áður. Ef þeir komast til valda verður það Svíþjóðardemókrötum að þakka.

Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 í kosningunum í september síðastliðnum – það er spurning hvort þeir halda því fylgi.

Geri þeir það er líklegt að sama staða komi upp í sænskum stjórnmálum, að hvorki hin hefðbundna hægri eða vinstri blokk sé nógu sterk til að mynda stjórn. Þá er annað hvort að vinna með Svíþjóðardemókrötunum eða að starfa þvert yfir línur í stjórnmálunum.

Það gæti nefnilega farið svo víða í Evrópu að nauðsynlegt sé fyrir hægri og miðflokka að vinna með flokkum jafnaðarmanna til að halda hægriöfgaflokkunum frá völdum – eða minnka áhrif þeirra. Eitt af því sem stuðlaði að því hvað fasismi og nasismi áttu greiða leið að völdum á árunum milli stríða var að þessi stjórnmálaöfl gátu ekki unnið saman gegn öfgunum.

Í þessu sambandi horfir maður til Frakklands en þar á sósíalistaflokkur Hollandes forseta í ógurlegu basli, en Þjóðfylking Marine Le Pen í sókn. Teikn eru á lofti um að Le Pen muni komast í aðra umferð forsetakosninga árið 2017. Þá myndu hefðbundna hægrið og sósíalistar hugsanlega sameinast um frambjóðandann sem verður á móti henni, eins og var þegar Jacques Chirac sigraði Jean Marie Le Pen, föður Marine, í kosningunum 2002.

En gömlu flokkarnir eru þreyttir og staðnaðir, og það á ekki bara við í Frakklandi. Hollande er óvinsælasti forseti í sögu fimmta lýðveldisins franska og nú sækist hinn gerspillti Nicolas Sarkozy eftir því að verða aftur forsetaefni hægrimanna.

Það er svo merkilegt að sjá að Vladimir Pútín hefur verið að dæla peningum í Þjóðfylkinguna. Hún er heldur óhugnanleg samkenndin milli KGB-forsetans og ysta hægrisins í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu