fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Bull um eldgos á Íslandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski er ein aðalsprautan bak við Arctic Circle ráðstefnuna sem farið er að halda árlega á Íslandi.

Murkowski er frá Alaska og hún er það sem kallast big oil, gætir hagsmuna olíurisa. En hún er líka nýr formaður orkumálanefndar Bandaríkjaþings.

Murkowski flutti ræðu við setningu Arctic Circle í Hörpu fyrir nokkrum dögum.

Svo fór hún til síns heima, fagnaði sigri Repúblikana í þingkosningum, hélt ræðu við það tilefni og sagði að eldgosið í Holuhrauni á Íslandi mengaði meira en allir bílar og verksmiðjur Evrópu næstu þúsund árin.

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan konan hefur þetta rakalausa bull, en líklega hefur hún heyrt það á Íslandi. Vanþekkingin er æpandi fyrir manneskju í svo hárri stöðu – og hugsanlega hættuleg.

Murkowski er í stjórn Arctic Circle ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni,  pútínistanum Artur Chilingarov – þeim sem setti rússneska fánann á Norðurpólinn – og þar eru líka grænlenski stjórnmálamaðurinn Kuupik Kleist og Ahmed Al Jaber, ráðherra frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

safe_image

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur