fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ég skil ykkur

Egill Helgason
Mánudaginn 3. nóvember 2014 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Je vous ai compris eru fræg orð sem De Gaulle Frakklandsforseti lét falla í hinni miklu krísu vegna nýlendunnar Alsírs.

Ég skil ykkur.

Þetta lægði öldur, þó ekki hafi verið nema um tíma. De Gaulle er minnst sem merkasta stjórnmálamanns í sögu Frakklands.

Hann lenti í ýmsum vandræðum, lét sig hverfa og kom aftur – varð svo endanlega viðskila við þjóð sína 1968.

Þá var hann hættur að skilja.

En stundum þarf ekki meira hjá stjórnmálamönnum. Það ætlast enginn til þess að þeir hafi svör við öllu, viti allt eða geti leyst öll mál.

Hins vegar kemur þvergirðingur og þótti ekki vel út – og enn verr á tíma þeirrar hröðu upplýsingamiðlunar sem einkennir nútímann.

Mér hefur heyrst að mótmæli sem eru boðuð á Austurvelli í dag snúist ekki síður um stjórnunarstíl en stjórnarstefnuna.

Maður hlýtur líka að leita skýringa á því hvers vegna ríkisstjórnin er orðin svo óvinsæl. Hún hefur ekki lent í neinum hrakförum eins og Icesave reyndist fyrir síðustu ríkisstjórn. Icesave nánast eyðilagði hana.

Það er náttúrlega ekki nema hluti vandans, en kannski mætti stinga upp á því við ráðherra að þeir sýni aðeins meiri auðmýkt – og skilning.

Conference-de-Gaulle

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur