fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Verðmætar innréttingar

Egill Helgason
Föstudaginn 28. nóvember 2014 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatabúðin var verslun sem rakti sögu sína til 1916. Seldi sængurföt og slíkt – það er einhver mesti lúxus sem hægt er að hugsa sér að leggjast til svefns í brakandi hreinum sængurfötum úr góðu efni.

Fyrir stuttu hætti verslunin, en hún var til húsa í stóru fallegu húsi sem er á gatnamótum Skólavörðustígs, Klapparstígs og Njálsgötu. Húsnúmerið er Skólavörðustígur 21.

 

539387_10151238804920358_1633526034_n

 

Síðan hefur þar starfað reglulega falleg búð sem selur skyrtur. Það sem er mikilvægast er að innréttingarnar úr Fatabúðinni halda sér enn. Þær munu vera síðan 1947.

 

Screen Shot 2014-11-28 at 10.04.28

Nú skilst manni að standi til að opna asískan veitingastað í þessu húsnæði. Annar vinsæll veitingastaður, Noodle Station, er þar fyrir. Það væri afar vont ef það þýddi að menningarverðmætin sem eru fólgin í innréttingunum myndu hverfa.

Því hús eru ekki bara ytra byrði. Fágætar innréttingar hafa verið skemmdar á undanförnum árum, eins og til dæmis Naustið, búð Egils Jacobsens í Austurstræti og Mímisbar á Hótel Sögu.

Eins og einn vinur minn á Facebook orðar það:

Maður bíður með öndina í hálsinum að Mokka verði breytt í lopapeysubúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum