fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Hefðbundnir stjórnmálaflokkar í kreppu

Egill Helgason
Föstudaginn 28. nóvember 2014 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkarnir íslensku hafa verið í sjálfheldu allt frá hruni, segir Styrmir Gunnarsson í pistli á heimasíðu sinni.

Það er margt til í þessu hjá morgunblaðsritstjóranum fyrrverandi, hann nefnir að Sjálfstæðisflokkurinn sé fastur í 25-30 prósenta fylgi, Framsókn tapi líka fylgi,en stjórnarandstaðan sæki samt ekki á.

En eins og Styrmir nefnir er þetta alþjóðlegt fyrirbæri. Staðreyndin er sú að gamlar pólitískar elítur, hvort sem er á vinstri eða hægri væng eiga í vök að verjast.

Í staðinn sækja fram flokkar eins og UKIP í Bretlandi, Þjóðarflokkurinn í Danmörku og Þjóðfylkingin í Frakklandi, pópúlískir flokkar á hægri væng, en af vinstri vængnum koma flokkar eins og Syriza í Grikklandi og Podemos á Spáni – og eru kannski ekki síður pópúlískir. Og svo eru þjóðernissinnar eins og í Skotlandi og Katalóníu.

Enn er mjög takmarkað hvað þessir flokkar eru komnir til valda, en það gæti auðvitað breyst. Hins vegar hafa þeir áhrif á aðra flokka, skýrt dæmi er hvernig UKIP er að sveigja stefnu Íhaldsflokksins í Bretlandi.

Styrmir spyr hvers vegna þessar breytingar séu ekki ræddar á fundum íslensku flokkanna, en Ísland er ekki sér á báti fremur en endranær.

Skýringanna er að leita á ýmsum stöðum. Hefðbundnir flokkar eru alls staðar að missa atkvæðahlutdeild sína. Fólk er ekki lengur jafn handgengið flokkum og áður, kjósendur eru miklu óráðnari. Starfandi flokksmönnum hefur fækkað mikið. Kosningaþátttaka minnkar. Upplýsingaflæðið gegnum samskiptamiðla hefur sín áhrif, en ekki síður ákveðin magnleysiskennd – sú  tilfinning að stjórnmálin séu langt frá almenningi, að akvæði hans og framlag skipti engu máli, því hin raunverulegu völd liggi hjá fámennum klíkum.

Hið sorglega er svo að flestir hinna nýju flokka eru heldur ógeðfelldir, gera út á ónánægju og reiði, en hafa fátt uppbyggilegt til málanna að leggja. Þannig að vonin um betri stjórnmál er býsna fjarlæg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu