fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Samningafíkillinn sem fór inn í Ísland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. nóvember 2014 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir sjálfum sér sem samningafíkli – deal junkie.

Þetta er annað orð yfir spákaupmennska eða hreinlega braskara.

Það  er hreinskilnislegt hjá Björgólfi að tala um sjálfan sig með þessum hætti. Braskarar eru meinsemd í alþjóða hagkerfinu – og því miður eru það þeir sem hafa orðið ofan á frá og eru á sinn hátt að eyðileggja kapítalismann innan í frá. Þeir eru verstu óvinir hans.

Við lifum líkt og risastóru spilavíti. Spákaupmennskan tekur ekkert mið af hag fólks eða fyrirtækja.

Svo er Björgólfur búinn að finna ýmis atriði til að afsaka stjórn þeirra feðga, Björgólfs eldri og hans á Landsbankanum.

Það var í raun týpískt braskdæmi – eða samningafíkn, eins og Björgólfur kýs að kaupa það.

Íslenskur ríkisbanki er keyptur, hann er gíraður upp út fyrir allt sem skynsamlegt getur talist – og stórum fjárhæðum veitt til samningafíklanna.

Skítt með að bankinn hafi verið ein undirstaða íslensks samfélags og þúsundir Íslendinga hafi reitt sig á að hann væri heilbrigður.

En Björgólfur veit hverjum þetta var að kenna. Það var „íslenska kerfið“, það „tók“ meira að segja pabba hans „niður“. Það hefur líklega neytt upp á hann allar þessar skuldir, þegar það var búið að láta hann hafa banka á spottprís og útvega lán fyrir honum.

Björgólfur segir þó hreinskilnislega – í viðtali sem virkar nánast eins og skopstæling bæði vegna hugmyndanna og orðfærisins – að það hafi verið mistök hjá sér að „fara aftur inn í Ísland“.

Það eru mjög margir sammála því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum