fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Á vegum flokks en ekki ríkis – þar er brotalömin

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. nóvember 2014 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er frekar á því að rétt hafi verið að fylgjast með kommúnistum á tíma kalda stríðsins og hafa varann á gagnvart þeim. Hugmyndafræði þeirra miðaði við að kollvarpa borgaralegu lýðræði, með ofbeldi ef því var að skipta, og þeir lutu boðvaldi frá Sovétríkjunum þar sem ríkti einræðisherrann og böðullinn Stalín og svo eftirmenn hans. Kommúnistar fengu fyrirmæli, fé og stuðning frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Eftir að Múrinn féll kom í ljós að íslenskur maður hafði starfað á vegum Stasi í Berlín.

Í löndunum í kringum okkar var eftirlit með kommúnistum, þetta voru bandalagsríki okkar í Nató, ríki sem við áttum samleið með hvað varðaði hugmyndir og þjóðskipulag. Það voru ekki einungis hægrimenn sem tortryggðu kommúnista, nei, jafnaðarmenn óttuðust þá ekki síður. Því má ekki gleyma að það voru ekki síst sósíaldemókratar í Evrópu sem stóðu að stofnun Nató. Þar í hópi voru danskir, sænskir og breskir kratar.

En – slíkt eftirlit var náttúrlega, eða átti að vera, gegnum stofnanir á vegum ríkisins. Einkaaðilar eða stjórnmálaflokkar geta ekki staðið í slíku að geðþótta.

Það er þetta sem er brotalömin í frásögnum Styrmis Gunnarssonar úr kalda stríðinu. Þarna voru prívatmenn sem tóku sig til og fóru að fylgjast með kommúnistum – sumir myndu segja njósna um þá. Þessir menn voru meðlimir í stærsta og voldugasta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, að sönnu dyggir flokksmenn. Þeir töldu sig vera að gera þetta í umboði flokksins. Gögnum var komið til forystumanna í flokknum.

Flokkurinn var vissulega ríki í ríkinu á þessum árum, en hann var ekki ríkið. Þótt Styrmir segi að önnur viðmið hafi gilt í kalda stríðinu, þá getur það aldrei verið hlutverk stjórnmálaflokks í lýðræðisríki að stunda svona starfsemi.

Styrmir var svosem ekki nema ungur maður á þessum árum, rétt rúmlega tvítugur,  hann virðist hafa gengist mjög upp í andrúmi kalda stríðsins, en Eyjólfur Konráð Jónsson var eldri. Hann var orðinn ritstjóri Moggans og hafði um sig hirð ungra manna, var einhvers konar hugmyndafræðingur í þeim herbúðum. Hann virðist hafa verið í sambandi við bandaríska sendiráðið vegna þessarar starfsemi, en það var Styrmir ekki að eigin sögn. Hlutur Eyjólfs Konráðs í þessu er mjög skrítinn, það verður að segjast eins og er að hann kemur ekki sérlega vel út úr þessum frásögnum.

Pétur Gunnarsson, margreyndur blaðamaður sem lengi var á Mogganum undir stjórn Styrmis, skrifar um þetta á Facebook.

Þetta var ekki vinna fyrir íslenska ríkið og íslensk stjórnvöld heldur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Styrmir var ekki lögreglumaður, eða embættismaður í venjulegum skilningi, hann var að vinna fyrir Flokkinn, á því svæði þar sem flokkur og ríki runnu saman í eitt. Það er rosalega mikilvægt að hafa í huga, þetta voru persónunjósnir á vegum stjórnmálaflokks, sem eins og Egill bendir á var ríki í ríkinu að þessu leyti. Þarna voru engir lögmætir almannahagsmunir þar undir – þeirra á ríkið að gæta en ekki flokkurinn.Styrmir var fóðraður sem blaðamaður, en þetta var engin blaðamennska, og skýrslurnar fóru vissulega til ritstjórans/leyniþjónustuforingja flokksins en líka til formanns Sjálfstæðisflokksins, sem var dómsmálaráðherra og forsætisráðherra, ekki satt, og til borgarstjórans sem líka var aðaleigandi blaðsins. Um leið var þetta starfsnám hans sem ritstjóra og viðtakanda hlutverksins sem Eykon var upphaflega í. Þetta var svona McCarthy-ismi nema McCarthy dó aldrei á Íslandi, hér var haldið áfram að búa til skrímsli og pönkast á fólki vegna dylgja um tengsl sem engin voru. Með því að trúa svo eigin lygum um fólk sóttu McCarthyistarnir sér svo réttlætingar fyrir þessari starfsemi. Sannarlega ógeðslegt, þetta þjóðfélag, eins og Styrmir benti á, af öðru tilefni fyrir einungis fáum árum.

 

hqdefault

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur