fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Líður íslenskan undir lok á 21. öld?

Egill Helgason
Laugardaginn 15. nóvember 2014 00:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýst er dagskrá í Iðnó í dag vegna dags íslenskrar tungu – hann er 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Það er eðlileg dagsetning, ekki aðeins er Jónas helsta ljóðskáld á íslenska tungu, heldur bjó hann til fjölda nýyrða. Á tíuþúsund króna seðlinum sem ber mynd Jónasar má lesa eftirfarandi orð sem hann bjó til:

Silf­ur­litaður, klaka­bund­inn, miðflótta­afl, fjaður­magnaður, lá­rétt­ur, hrím­hvít­ur, sálar­yl­ur, lík­inda­reikn­ing­ur, munaðarkliður, sjón­auki, sum­ar­veg­ur, spor­baug­ur, speg­il­skyggnd­ur, ljós­hraði, tungl­myrkvi, hrygg­dýr, lin­dýr, liðdýr, skjald­baka, skötu­sel­ur, haförn, páfa­gauk­ur, mörgæs, lífs­nautn, lamba­steik, baksund, fíf­il­brekka, bring­u­sund, mátt­arbaðmur, fjaður­magnaður, raf­ur­magn.

En það eru auðvitað ekki margir sem hafa tíuþúsund kalla undir höndum núorðið.

Í Iðnó verður rætt um „stöðu íslenskunnar“. Það kemur ekki á óvart, en umræðuefnið er þarft. Meðal annars verður pælt í því hvernig íslenskunni reiðir af í heimi þar sem tölvutækni fer í auknum mæli að byggja á því að talað sé við tæki.

Sjálfur hef ég ákveðnar efasemdir um að íslenska verði til um næstu aldamót, nema þá sem mál eldra fólks eða þá til mjög takmarkaðs heimabrúks.

Íslendingar færast stöðugt nær því að verða tvítyngdir. Ég heyri oft íslensk börn og ungmenni tala á milli sín á ensku, bæði er að þeim þykir íslenska hallærisleg og eins að þau finna ekki orðin sem þau leita að á íslensku, heldur grípa stöðugt til orða úr ensku sjónvarps- eða tölvuefni.

Yfir ungmenni hellist efni úr erlendum veitum, af Netflix, iTunes, YouTube. Ekkert af þessu er talsett á íslensku eða texta en þau fara létt með að skilja, þetta er veruleikinn sem þau lifa í. Þetta er dálítið annar heimur en á tíma Kanasjónvarpsins þegar fólk sat og horfði á móskulega mynd og skildi varla neitt sem sagt var. Þetta er líka ungt fólk sem er miklu óhræddara við að fara til útlanda í leit að menntun og upplifunum en fyrri kynslóðir, það hefur enga komplexa gagnvart því að búa erlendis – þjóðerniskendinn er ekkert að drepa það.

Fyrir hrun voru peningaöflin í landinu beinlínis farin að leggja til að hér yrði tekin upp enska. Íslenskan væri beinlínis til trafala. Hún er náttúrlega ríkur partur af þjóðarvitundinni – sérstöðu sem kann að gefa okkur ákveðinn kraft – en það er spurning hvernig hún stenst þrengstu mælikvarða um hagkvæmni.

Eins og Haraldur Bernharðsson málfræðingur bendir á í viðtali við Ríkisútvarpið mun enginn sinna íslenskunni nema við Íslendingar. Og líklega þurfum við að leggja enn meiri vinnu í að viðhalda henni en áður – það þýðir meiri orku og meira fé í íslenskukennslu, þýðingar á íslensku, textun og talsetningu sjónvarpsefnis, framleiðslu innlends fjölmiðlaefnis, í starf sem miðar að því að íslenskan verði gjaldgengt tölvumál, í menningarstofnanir sem starfa á íslensku og í íslenskar bókmenntir.

Þetta er ekki einfalt verkefni – það hefur náttúrlega verið mikil varðstaða um íslenskuna allt frá tíma Rasmusar Christians Rask. Þessi varðstaða verður ekki auðveldari á 21. öldinni, við lifum tíma sem eru í raun fjandsamlegir örmálum eins og íslensku. Við höfum val, en það kostar bæði fé og fyrirhöfn.

 

tiu_thusund_kall

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur