fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Plant kærir sig ekki um milljónir fyrir að syngja með Zeppelin

Egill Helgason
Mánudaginn 10. nóvember 2014 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn ber maður virðingu fyrir því að Robert Plant vilji ekki koma fram með Led Zeppelin, þrátt fyrir að auðmaðurinn Richard Branson bjóði eftirlifandi hljómsveitarmeðlimum ótrúlegar fjárhæðir.

Plant hefur reyndar sagt að hann geti ekki með góðu móti sungið Led Zeppelin lögin lengur – og láir honum enginn.

Hann hefur hins vegar verið að gefa út plötur og halda tónleika með nýju efni – og er enn að. Margt af því hefur fengið afar góðar viðtökur, eins og til dæmis plata sem hann gerði með söngkonunni Alison Krauss.

Plant er 66 ára, en Jimmy Page, gítarleikarinn úr Led Zeppelin, varð sjötugur á þessu ári. Page mun ólmur vilja fara í hljómleikaferðina.

Maður skilur svosem tónlistarmenn sem vilja halda áfram að leika gömlu lögin – þó ekki sé nema vegna peninganna. Önnur ástæða er auðvitað sú að þegar þeir hverfa yfir móðuna miklu verða engir til að flytja tónlistina eins hún var hugsuð af höfundunum. Það er munurinn á klassískri tónlist og rokki.

Rolling Stones leika aldrei ný lög á tónleikum. Þeirra sjóv virkar stundum dálítið þreytt, þeir voru í Hyde Park í fyrra og þá var bandið langbest þegar gamli gítarleikarinn Mick Taylor steig á sviðið. Taylor hætti í Stones fyrir fjörutíu árum. Þá kom aðeins óvænt vídd inn í músíkina.

Svo eru tónlistarmenn eins og Bob Dylan, Van Morrison og Paul Simon sem halda áfram að leika nýtt efni í bland – eða eiga það til að breyta gömlu lögunum verulega. Einhvern veginn er það áhugaverðara en að sami sirkusinn rúlli alltaf, þótt það sé sjálfsagt miklu arðbærara.

En svona voru Led Zeppelin á Íslandi – ó, það eru liðin 44 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur