fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Líka beint gegn Hönnu Birnu

Egill Helgason
Laugardaginn 8. nóvember 2014 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn er vandræðum vegna fylgisleysis. Sett er fram tillaga um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Þetta er tilkynnt með miklum bægslagangi – þingmennirnir sem mæla fyrir þessu eru mjög herskáir. Það er ekki mikill sáttahugur þar.

Nú hellir Einar Kárason rithöfundur olíu á eld með því að segja að þessi tillaga sé komin frá „hyskinu á landsbyggðinni“.

Þeir sem lögðu fram tillöguna eru líklega himinlifandi. Þetta var einmitt tilgangurinn, að ná fylgi með þeirri gamalkunnu aðferð að efna til ófriðar, reka fleyga milli landsbyggðar og borgar.

En staðreyndin er sú að þessi tillaga beinist ekki síst að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, það er hægt að líta á þetta sem aðför að henni. Það er hún sem fer með þessi mál í ríkisstjórninni og það er hún sem setti á stofn Rögnunefndina sem á að skoða kosti í flugvallarmálinu. Um leið og það samkomulag var gert var því í raun frestað í tíu ár að ákveða framtíð flugvallarins. Fyrr á öldinni var gert ráð fyrir að hann færi 2016.

Hanna Birna segir að ekki komi til greina að taka skipulagsvaldið af Reykjavík. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Halldór vill hafa flugvöllinn áfram á sínum stað – en hann segist vera „algjörlega á móti“ þessu. Halldór er líka formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Flugvöllurinn er dæmigert mál sem er hitað upp aftur og þá fara margir beint á suðupunkt. Nú snýst málið um norðuausturflugbrautina, sem var allt í einu fundið upp á að kalla „neyðarbraut“. Það hefur lengi staðið til að loka þessari flugbraut og um það var sátt – í stórri úttekt sem var gerð 2007 er hún úr sögunni og ekki talin nein vá vegna þess. Hið sama var uppi á teningnum 2004 þegar lögð voru drög að byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Í bæði skiptin komu flugmálayfirvöld að málinu.

Nú er spurning hvað verður um þetta frumvarp. Halldór Halldórsson segist ekki trúa að meirihluti þingmanna sé fyrir málinu. Það er líka spurning hvað ríkisstjórnin hugsar – hvort vilji sé til að veita málinu framgang gegnum þingið. Því eins og segir beinist þetta líka gegn innanríkisráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Á mánudaginn er svo von á fréttum af skuldaleiðréttingunni sem er aðalmál Framsóknarflokksins. Kannski þagnar þessi umræða barasta þá. En í raun er merkilegt að þetta útspil, þar sem eru magnaðar upp gamlar deilur, skuli koma svo fáum dögum á undan leiðréttingunni miklu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur