fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Afhjúpun: Skattsvik stórfyrirtækja í gegnum Lúxemborg

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á öld þegar stórfyrirtæki geta keypt heila stjórnmálaflokka, nánast eignast ríkisstjórnir og hafa heri lögfræðinga á sínum snærum til að móta lögin, fara á snið við þau, reka erindi sín.

Við finnum áhrif þessa út um allan heim – líka á Íslandi. Og stórfyrirtækin hafa líka feikilegt afl til að móta almenningsálitið sér í hag.

Á vef International Consortium of Investigative Journalists má nú lesa gögn – byggð á leka – sem sýna hvernig stórfyrirtæki nota skattaskjól í Lúxemborg til að komast hjá því að greiða skatta í öðrum löndum.

Það eru milljarðar á milljarða ofan sem fara þarna í gegn, en meðal fyrirtækja sem þarna eru nefnd til sögunnar eru Pepsi, IKEA, AIG og Deutsche Bank.

Í einu húsi, Rue Guillaume Kroll númer 5, eru staðsett 1600 fyrirtæki.

Það fylgir svo sögunni að endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers aðstoði mörg af þessum fyrirtækjum við skattaundanskotin.

Þarna er meinsemd sem þarf að komast fyrir – lýðræðisríki geta ekki þola að stórfyrirtæki og fjármálaöfl séu utan og ofan við samfélagið.

icij-main-marquee-no-luxleaks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur