fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Icesave-klúður – hörð afstaða Sigmundar

Egill Helgason
Laugardaginn 25. október 2014 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður leggur við hlustir þegar Andri Geir Arinbjarnarson skrifar. Hann er óháður hagsmunaklíkunum hér heima og á ekki heldur neinna slíkra hagsmuna að gæta að hann þurfi að vera að endurskoða söguna.

Greining Andra á efnahagsmálum er yfirleitt mjög glögg og hann hlífir engum.

Andri skrifar hér á Eyjuna í dag um Icesave sem ennþá er meðal okkar, stendur í vegi fyrir afnámi hafta og getur leitt til verðbólgu og gengisfellingar – þrátt fyrir alþjóðlegt dómsmál sem Íslendingar unnu. Andri spyr hvers vegna þetta gat gerst?

Svar hans er að það hafi verið búið að klúðra Icesave áður en málið kom í þjóðartkvæðagreiðslu. Þá hafi verið gerð dýrkeypt mistök og Icesave komið á bak skattgreiðenda.

Fyrstu og stærstu mistökin voru að endurreisa Landsbankann sem ríkisbanka og fjármagna hann með sömu Icesave peningunum og felldu gamla bankann. Önnur mistök voru að breyta þessum ótryggðu Icesave innistæðum í sértryggð skuldabréf sem hafa forgang yfir innistæðueigendur nýja bankans, þvert á neyðarlögin. Þriðju mistökin voru að slíta þennan hluta Icesave frá restinni og setja ekki inn viðskiptalega varnagla til að tryggja hag ríkisins. Fjórðu mistökin voru að gæta ekki að gjaldmiðla jafnvægi eigna og skulda megin við kaup á eignum þrotabús gamla bankans.

Með því að endurreisa Landsbankann meir á pólitískum forsendum en viðskiptalegum töpuðu Íslendingar fyrstu og mikilvægustu orrustu stríðsins við kröfuhafa. Með einu pennastriki voru kröfuhafar klipptir úr snörunni og eignir þeirra sem voru nær verðlausar fengu allt í einu áhugasaman kaupanda sem var tilbúinn að borga topp verð í gjaldeyri með góðum tryggingum.

Andri segir að á þessum tíma hafi verið best að reyna að bjarga málinu með samningum, það hafi verið fífldirfska að setja það fyrir dóm – en það blessaðist sem betur fer. Eftir sem áður sitji fyrsti hluti Icesave eftir og ógni fjármálastöðugleika landsins. Eigendahópur Icesave-skuldabréfsins hafi líka breyst.

Hollendingar hafa selt sínar kröfur og vogunarsjóðir sem eiga keppinauta ríkisbankans eru líklega að verða ráðandi í eigendahópnum. Þetta gerir alla samninga snúnari enda eru hagsmunir vogunarsjóðanna aðrir en ríkisstjórna Hollands og Bretlands.

Það er ekki öfundsverð staða sem ríkisbankinn er kominn í að verða að biðla til lánadrottna sinna, sem jafnframt eru meirihlutaeigendur hinna bankanna, um skilmálabreytingar á 230 ma kr. skuldabréfi sem er tryggt í bak og fyrir. Þar liggur flókin hagsmunaflétta sem gæti reynst ríkinu dýrkeypt, t.d. þegar kemur að sölu Landsbankans. Erfitt getur þá reynst að fá bókfært virði bankans tilbaka í ríkiskassann.

Líklega er þetta Icesave mál annað mesta klúður eftirhrunsáranna á eftir hruni heilbrigðiskerfisins. Hér liggja mikil lærdómstækifæri fyrir nýja kynslóð sem vonandi nær að lyfta sér upp úr hrunpytti kynslóðarinnar á undan.

Við þetta er svo að bæta að mjög erfitt getur reynst fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að samþykkja undanþágur á gjaldeyrishöftum vegna Landsbankans. Þetta mál gæti reynst mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina, en það er liður í afnámi haftanna.

Sigmundur var mjög afdráttarlaus í ræðu á Alþingi 15. maí á þessu ári:

Það sem snýr hins vegar að stjórnvöldum í þessu máli er hvort forsvaranlegt sé að veita undanþágu frá gjaldeyrishöftunum bara fyrir þessa aðila á meðan aðrir verða áfram lokaðir hér innan hafta. Það getur ekki verið forsvaranlegt að veita undanþágu fyrir einn eða tvo tiltekna aðila til þess að sleppa út með gjaldeyri, jafnvel niðurgreiddan gjaldeyri, gjaldeyri sem yrði þá niðurgreiddur af þeim sem eftir sætu í höftum og þar með talið íslenskum almenningi, hugsanlega með varanlegri skerðingu á raungengi krónunnar sem þýðir einfaldlega lakari lífskjör í landinu til framtíðar. Slík niðurstaða væri alltaf óásættanleg og þar af leiðandi gætu stjórnvöld ekki heimilað undanþágu frá höftunum sem leiddi til slíks.

Margir lesendur síðunnar voru feikilega fróðir um Icesave á sínum tíma. Það væri forvitnlegt að heyra álit þeirra á þessari stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur