fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Almannatengsl 101 – lögreglan í búsáhaldabyltingunni

Egill Helgason
Föstudaginn 24. október 2014 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um vélbyssuvæðingu lögreglunnar heldur áfram að vera á furðulegum nótum. Ráðamenn halda áfram að svara í einhvers konar hálfkæringi, eins og þetta sé nú ekkert mál.

Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk upplifir þetta öðruvísi. Því finnst þetta vera grundvallarmál í okkar fámenna og friðsama landi þar sem vopnum er afar sjaldan beitt gegn fólki.

Það er spurning hvort þyrfti að setja ráðamenn einfaldlega á námskeið í almannatengslafræðum, barasta í almannatengsl 101, kenna þeim að vera ekki að tjá sig um svona mál að Facebook, að bíða aðeins með svör þangað til þeir finna hjá sér rósemd hugans, að reyna að svara hreinskilnislega – og framar öllu að tala eins og þeir skilji áhyggjurnar, skilji umbjóðendur sína, vilji koma til móts við það. Líka þá sem eru ekki endilega í sama flokki.

Á ensku mundi það heita að virka concerned.

Annars er víðar verið að ræða lögreglumál. Það er búið að birta skýrslu um framgöngu lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni. Að flestu leyti stóð lögreglan sig með prýði þessa erfiðu daga. Tókst að halda valdbeitingu í lágmarki. Einnig má finna í Skemmunni meistararitgerð Huldu Maríu Mikaelsdóttur þar sem má lesa um aðgerðir lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni. Eitt af þvi sem má ráða af ritgerðinni er hvílíkur afburða löggæslumaður Stefán Eiríksson er.

Í úrdrætti úr ritgerðinni stendur:

Það skipulag sem fylgt var í meginatriðum frá upphafi, þ.e. að vinna verkefni lögreglu með lágstemmdum og yfirveguðum hætti, var líkt og rauður þráður í gegnum aðgerðir lögreglu á tímabilinu. Leitast var við eftir fremsta megni að lögregla skapaði ekki verra ástand á vettvangi aðgerða en það sem hún var komin til að leysa úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur