fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ýmsir möguleikar – ef við leyfum ekki öllu að fara í háaloft

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. október 2014 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugbraut í Reykjavík sem löngu var búið að ákveða að yrði aflögð, fór allt í einu að heita Neyðarbraut með stóru N-i  – einungis í áróðursskyni.

Við horfum upp á það hvernig innanlandsflugið er að veslast upp á sama tíma og ferðamönnum fjölgar stöðugt.

Verðið á farmiðum er hryllilega dýrt.

Það er eitthvað í ólagi þarna, en það virðist ekki vera hægt að gera neinar málamiðlanir varðandi flugið. Það er allt eða ekkert.

Ég sé fyrir mér minnkaðan Reykjavíkurflugvöll þar sem lenda innanlandsvélar sem þurfa æ styttri flugbrautir. Ekki stórar þotur, ekki einkaþotur, ekki æfinga- og kennsluflugvélar og ekki flugvélar sem eru að fara á milli Íslands, Færeyja og Grænlands. Flugbrautir mætti líka færa aðeins lengra út í Skerjafjörð.

Að einhver hluti innanlandsflugsins færist til Keflavíkur og þannig myndist tenging milli alþjóðaflugs og innanlandsflugs. Það held ég að sé óhjákvæmilegt ef innanlandsfluginu á ekki að hnigna enn meira.

Það er líka möguleiki að leggja flugvöll í grennd Reykjavíkur. Hann þarf ekki að vera næstum því jafn stór og Reykjavíkurflugvöllur, enda myndi þar einungis vera innanlandsflug og umferð minni flugvéla.

Það eru semsagt ýmsir möguleikar – en þetta er eitt af þeim málum sem erfitt er að ræða án þess að allt fari í háaloft. Í bókstaflegri merkingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur