fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Öfug áhrif Farages – tryggir hann veru Breta í Evrópusambandinu?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. október 2014 00:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

skoðanakönnun sýnir að fylgi við veru Bretlands í Evrópusambandinu hefur tekið óvænt stökk.

56 prósent Breta vilja vera áfram í ESB samkvæmt könnuninni, það er hæsta hlutfall síðan 1991.

Þetta eru merkileg tíðindi, og skýringin virðist helst vera ein – framsókn Ukip, flokksins sem er harðastur á móti aðildinni að ESB.

Foringi Ukip er Nigel Farage, hann gefur sig út fyrir að vera maður fólksins, drekkur bjór og reykir hvar sem hann fer – er líkastur náunga sem maður gæti hitt á krá og farið að tala við. Manni gæti líkað vel við hann fyrst – en eftir svolítinn tíma yrði maður þreyttur. Þetta er svolítið yfirdrifið hjá honum.

Í flokki Farage er svo alls konar fólk – margt af því er ekki síður á móti hjónaböndum samkynhneigðra og innflytjendum en ESB.

Farage tekur fylgi frá Íhaldsflokknum fyrst og fremst og David Cameron virkar logandi hræddur við hann.

En hjá öðrum er líkt og hann veki upp mótefni, hann hefur þveröfug áhrif við það sem ætlunin er – þeir sem horfa upp á framgöngu Ukip hneigjast fremur til að vera algjörlega á öndverðum meiði við Farage.

Og því vex stuðningurinn við ESB – það er að minnsta kosti ein stærsta skýringin. Kannski verður það Nigel Farage sem gulltryggir veru Breta í Evrópusambandinu?

Annað er reyndar að meðal þorra Breta þykir ESB ekkert stórmál. Skoðanakannanir sýna að þeir telja heilbrigðismál, innflytjendur, atvinnumál, laun og menntamál vera mikilvægari – í þessari röð. Svo kemur Evrópa, aðeins 7 prósent telja að það sé mikilvægasta málið. En meðan skoðanirnar eru ekki sterkari er auðveldara að hræra í þeim.

 

Nigel-Farage-431037

Nigel Farage, með bjórinn og sígarettuna. Hann er maður fólksins og ætlar ekki að láta neinn segja sér fyrir verkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur