fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

DV: Leynileg vopnakaup lögreglu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. október 2014 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV skýrir frá því í morgun að hafin sé stórfelld vopnavæðing lögreglunnar. Að framvegis verði allir lögreglubílar búnir skammbyssum og hríðskotabyssum. Í fréttinni segir að keyptar hafi verið 200 hríðskotabyssur.

Þetta eru tíðindi – og líka það að þarna hafi ríkt leynd.

Ísland er jú eitt friðsælasta land í heimi og státar sig af því að vopnaburður er mjög fátíður.

Um stefnubreytingu af þessu tagi þarf að vera umræða í samfélaginu, sé þörf á þessum vopnum eiga yfirvöld lögreglumála að skýra það út fyrir almenningi. Þetta hlýtur að byggja á einhverju mati.

Hvað er það sem útheimtir þessi vopn? Þurfa lögreglumenn að beita þeim eða er nægilegt að hótunin sé til staðar? En þarf þá ekki að segja frá tilvist vopnanna?

Hver er hættan, hefur vopnaeign farið vaxandi í undirheimum eða óttast menn hryðjuverkaárásir?

Hefðu vægari úrræði dugað, eins og til dæmis rafbyssur?

Og hví þessi leynd?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan