Einn hollvinur og lesandi síðunnar greinir ástand stjórnmálanna með þessum stóru og nokkuð grófu dráttum:
„Frábærar kosningar framundan. Framsókn lofar skuldaniðurfellingum í anda bullsins í Argentínuforseta. Samylkingin sér ekkert nema aðild að ESB, þar sem öll Suður-Evrópa er í reynd gjaldþrota og ófyrirséð er hvernig ESB og evrunni reiðir af. Sjálfstæðisflokkurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð og dettur það eitt i hug að lofa skattalækkunum í landi þar sem ríkissjóður er svo gott sem á kúpunni. VG veit að baráttan er töpuð og liggur í þunglyndi.“