Bruno Kaufmann er svissneskur sérfræðingur um stjórnarskrár sem hefur fylgst með íslenskum málefnum undanfarin ár.
Kaufmann skrifar á vefinn Democracy International og segir að á Íslandi hafi ekki gerst neitt ævintýri, ólíkt því sem sé haldið fram jafnt í New York Times, þar sem er talað um Ísland sem fyrirmynd ríkja um að komast úr kreppu, og í málflutningi Attac hreyfingarinnar þar sem er verið að mæra byltingu beins lýðræðis.
Hvorugt á við rök að styðjast, segir Kaufmann.
Íslensk stjórnmál séu mjög staðbundinn – og erfitt að skilja þau fyrir utanaðkomandi. Sérvaldar staðreyndir hafi verið birtar í útlöndum, þar sem er ekki tekið tillit til þess hversu flokkastjórnmálin eru hatrömm.
Og niðurstaðan sé sú að miklu minna hafi komið út úr breytingaferlinu á Íslandi en menn þorðu að vona – eða óttuðust.