Skuldakreppa heimilanna er líklega verri en á Írlandi en á Íslandi ef eitthvað er.
Nei, Írar hafa ekki verðtryggingu, en þeir gengu í gegnum einhverja mestu húsnæðisbólu sögunnar.
Húsnæðisbólan var álíka geggjuð og bankabólan hér.
Síðan þetta hrundi árið 2008 hefur húsnæðisverð á Írlandi lækkað um helming.
Fjórðungur húsnæðiskaupenda á Írlandi er í miklum vandræðum – vanskil eru mikil. Sagt er að um 400 þúsund húsnæðiskaupendur séu í neikvæðri eiginfjárstöðu.
Financial Times greinir frá harkalegum aðgerðum sem ríkisstjórnin írska er að grípa til. Tilgangurinn er að afskrifa töluvert af húsnæðislánunum og neyða banka til að taka þátt.
En á móti koma strangar aðhaldsaðgerðir sem skuldararnir þurfa að undirgangast. Í frétt Financial Times segir að þeir þurfi að láta af utanlandsferðum, hætta að vera með gervihnattasjónvarp, þeim líðist ekki að senda börn sín í dýra einkaskóla – jú, og þeir fá ekki að eiga bíla nema í sérstökum tilvikum.
Hljómar satt að segja ekki vel.