fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Enn ekki merkjanlegt fylgistap Framsóknar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. apríl 2013 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði fyrr í dag um skoðanakannanir – nei, ég er ekkert sérstaklega þeirrar skoðunar að þær eigi að banna fyrir kosningar, en það er allt í lagi að velta fyrir sér hvaða áhrif þær hafa.

Tökum til dæmis skoðanakönnun sem Stöð 2 birti í kvöld. Hún var kynnt eins og hefði orðið fylgishrun frá hjá Framsókn.

Flokkurinn fékk ekki „nema“ 30,3 prósent. Það er minna en 40 prósentin sem flokkurinn fékk í síðustu könnun Stöðvar 2/Fréttablaðsins.

En þess er að gæta að sú könnun var mjög einkennileg – Framsókn hefur ekki farið næstum því svona hátt í neinni annarri skoðanakönnun. Hún var algjörlega á skjön við aðrar kannanir sem voru gerðar á sama tíma.

Miðað við aðrar kannanir er flokkurinn nokkurn veginn að halda sínu. 30 prósent er náttúrlega fáheyrt fylgi í seinni tíma sögu Framsóknarflokksins.

Gunnar Smári Egilsson gerir ágætlega grein fyrir þessu í færslu á Facebook síðu sinni:

„Síðasta könnun Fréttablaðsins/Stöðvar 2 var svo vitlaust að skynsamlegra er að bera þessa nýju saman við þá sem var gerð fyrir mánuði. Breytingin milli þessara kannana er nánast engin hjá fjórflokknum. B fer úr 31,9% í 30,3%, D úr 27,6% í 26,9%, S úr 13,8% í 13,7% og V úr 7,1% í 7,9%. Sveiflan er meiri hjá nýju framboðunum; BF fer úr 9,1% í 6,5%, Píratar úr 1,8% í 5,6% og allir hinir úr 8,7% í 9,1%. Samandregin og afrúnuð niðurstaða eins mánaðar af kosningabaráttu: BF tapar 2,5%, B tapar 1,5% og Píratar græða 4%.“

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur tekið saman meðaltal kannana og reiknar það eftir aðferð sem hann gerir grein fyrir með svofelldum hætti:

„Mæling mælinganna á fylgi flokka: Staðan í könnunum frá áramótum fram til dagsins í dag er eins og myndin sýnir. Reiknað er meðaltal allra kannana á nokkrum tímabilum. Meðaltölin eru vegin þannig að tekið er tillit til mismunandi úrtaksstærðar milli kannana.“

Svona leit þetta út hjá Grétari á sunnudag. Miðað við þetta sýnir könnun Stöðvar 2 ekkert fylgishrun hjá Framsókn, en Sjálfstæðisflokkurinn þokast aðeins upp.

Það verður fróðlegt að sjá skoðanakönnun sem RÚV birtir á morgun. Þá ætti að koma ljós hvernig fylgið er að hreyfast.

541793_10200403036431894_908456798_n

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks