Við búum í raun við ótrúlegt öryggi á Vesturlöndum. Öryggi og velsæld sem á varla sinn líka í mannkynssögunni.
Og þess vegna vetðum við svo skekin þegar við fréttum af sprengjuárásum hinni friðsömu borg Boston. Þar eru meira að segja staddir Íslendingar. Og jú, þetta er hryllilegt fólskuverk.
3 eru sagðir látnir í Boston, en 144 eru særðir.
Á sama degi dóu 42 í sprengjutilræðum í Írak, en 257 eru sagðir hafa særst.
En það þykir varla fréttnæmt. Í Írak er ekkert öryggi og eiginlega bara þunnt skæni mili lífs og ofbeldisfulls dauða.