Allt í einu er eins og gáttir séu að opnast hjá Sjálfstæðisflokknum og menn gagnrýna aftursætisbílstjórann, fyrrverandi formann flokksins, af meiri hreinskilni en áður.
Það er eins og einlægni sé hið nýja boðorð dagsins hjá flokknum, eftir viðtalið við Bjarna Benediktsson á fimmtudagskvöldið.
Vilhjálmur Egilsson lætur Davíð Oddsson fá það óþvegið í viðtali við Viðskiptablaðið og segir að hann hafi orðið sér til skammar í ræðunni frægu á landsfundinum 2009.
Davíð svarar gagnrýnendum sínum Reykjavíkurbréfi og segir að ræðan hafi svosem ekki verið neitt, aðeins 9,44 mínútur í flutningi.
En Benedikt Jóhannesson skoðar þetta betur í grein á heimi.is og kemst að því að Davíð hafi látið YouTube blekkja sig, ræðan hafi verið 36,48 mínútur.
Það er dálítill munur þar á.