fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Proust á 4,99

Egill Helgason
Laugardaginn 9. mars 2013 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held ég hafi fyrst heyrt um Proust þegar ég las Skáldatíma eftir Halldór Laxness á unglingsaldri. Hann segir:

„Verk Proust er, aungusíður en Ulysses einmalig; það er bók sem samin er í eitt skipti fyrir öll eins og Ulysses, og mun hverfa í gleymsku tímans, einsog önnur mannaverk hverfa, án þess að eignast sinn líka.“

Og síðan hefur staðið í mér að maður þurfi að lesa Proust áður en maður drepst – og helst á frummálinu.

Ég hef gert nokkrar atrennur. Held ég hafi lengst komist sirka 200 blaðsíður í fyrsta bindi hins mikla ritverks, Í leit að horfnum tíma, A la recherche du temps perdu. Ég komst fram yfir lýsinguna á kirkjunni í Combray þar sem margir gefst upp.

Svo kom þýðing Péturs Gunnarssonar í tveimur bindum. Þetta er afrek hjá Pétri – en sannar þó um leið að nánast ómögulegt er að þýða þennan texa á íslensku. Hún ræður varla við svo miklar, nákvæmar og blæbrigðaríkar lýsingar.

En ég las þýðingu Péturs og síðan hef ég ekki snert Proust.

Fyrr en í gær að ég var að vafra um netið og fann allan bálkinn á Amazon, á frönsku, á aðeins 4,99 dollara.

Þetta eru sjö bindi og meira en þrjú þúsund blaðsíður. Ég á þetta reyndar í rykföllunum pappírskiljum í bakherbergi. Konan mín segir að nú geti ég hent þeim – æi, ég veit ekki.

Kannski mér takist að lesa þetta ef ég hætti á Facebook og netinu. Kæmi auðvitað til greina að hætta í vinnunni líka. Mér tókst að lesa bæði Ulysses og Moby Dick í langri dvöl í Grikklandi fyrir mörgum árum. Þá hafði ég ekki mikið annað að gera.

Halldór Laxness segir reyndar að ómögulegt sé að lesa Proust öðruvísi en að sökkva sér niður í hann. En ég tek ekki alltaf mark á Kiljan og ætla að gera þetta öðruvísi – í gær tókst mér að lesa eitt prósent af Proust, það skilja þeir sem þekkja Kindle. Ég má teljast góður ef ég held þeim dampi – ætli hálft prósent væri ekki nær lagi?

BruceProustLL

Proust var heilsuveill og skrifaði mikið í rúminu, eins og sést á þessari teikningu. Kannski er best að lesa hann líka í rúminu?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?