Spegillinn sagði frá óheyrilegum kostnaði við heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og vitnaði í merka úttekt sem birtist í Time Magazine.
Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki bara miklu dýrara en annars staðar, heldur getur kostnaðurinn sem lendir á notendum þess verið óskaplegur. Heilbrigðistryggingar duga ekki til, læknar og heilbrigðisstofnanir smyrja á reikninga að vild. Sagt er að 70 prósent þeirra sem verði gjaldþrota í Bandaríkjunum verði það vegna læknis- og sjúkrahúskostnaðar.
Einn vandinn er auðvitað að það er engin samkeppni og eftirlitið er lélegt. Veikt fólk getur varla borið hönd fyrir höfuð sér gagnvart slíkum kostnaði. Fyrirtæki sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa fjölda lobbýista í Washington og geta spilað úr stórum fjárhæðum til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og almenningsálitið.
Hér er hlekkur á greinina í Time.
.